Skráðu þig á póstlista og fáðu 10% afslátt af fyrstu pöntun

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna þessi var gefin út þann 1.05.2025 af Dekora ehf., kt. 430425-0990 (hér eftir einnig vísað til „við, okkar, félagið“).

Við hjá Dekora leggjum áherslu á öryggi og persónuvernd viðskiptavina okkar og við vinnum með þær í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuverndarupplýsinga. Þessi persónuverndarstefna útskýrir hvaða upplýsingar við söfnum, hvernig þær eru notaðar og hvernig við tryggjum öryggi þeirra.

Hafi viðskiptavinir spurningar um persónuverndarstefnu Dekora ehf. er hægt að senda fyrirspurn á netfangið dekora@dekora.is.

Hvaða gögn söfnum við?

  • Tengiliðaupplýsingar: Nafn, kennitala netfang, heimilisfang og símanúmer

  • Greiðsluupplýsingar: Upplýsingar um pöntun og greiðslu (ekki geymum kortaupplýsingar)

  • Vefkökur: Vefnotkunartölfræði (t.d. gegnum vefkökur)

Tilgangur vinnslu persónuupplýsinga

  • Tengiliðaupplýsingar: Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar vegna afhendingar vöru og þjónustu okkar og til að tryggja að við getum átt samskipti vegna viðskiptanna. Við biðjum þig um kennitölu vegna þess að t.d. Pósturinn óskar eftir að kennitala sé skráð með sendingu til að koma henni til skila á réttan aðila. Með samþykki viðskiptavinar er netfang notað til að senda markaðspósta af póstlista okkar.

  • Greiðsluupplýsingar: Greiðslukortanúmer og upplýsingar eru aldrei vistaðar í okkar kerfi, heldur er greiðslugátt færsluhirðis sem tekur við þeim upplýsingum og sér um að skuldfæra greiðsluna, einu upplýsingarnar sem við fáum frá færsluhirði er staðfesting á að greiðsla hafi tekist.

  • Vefkökur: Til þess að bæta notendaupplifun viðskiptavina okkar notumst við við vefkökur, það má lesa nánar um tilgang og nýtingu á þeim gögnum í vefkökustefnu okkar.

Hverjir hafa aðgang?

Persónuupplýsingum er aldrei deilt með þriðja aðila nema það sé nauðsynlegt, t.d. þegar kemur að flutningi á vörunni, vegna bókhalds eða í samræmi við lög.

Netfangi og nafni þeirra viðskiptavina sem samþykkja eða óska eftir að vera á póstlista er deilt með fjöldapóstsendingarþjónustu sem starfar innan EES.

Bókhaldsgögn eru afhent innlendum endurskoðendum okkar eftir því sem þeir kunna að óska eftir lögum samkvæmt.

Réttindi þín

Þú átt rétt á aðgangi að þínum gögnum, að leiðrétta þau, eyða þeim eða afturkalla samþykki þitt. Þessum réttindum er nánar lýst í lögum um persónuvernd, sbr. nú 17. og 20. gr. laga nr. 90/2018, Þá átt þú samkvæmt síðarnefndu lagagreininni rétt á að flytja eigin gögn eða að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig, að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum. Þú átt einnig rétt á að andmæla vinnslunni skv. 21. gr. laganna.

Þú átt rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna vinnslunnar. Skrifstofa hennar er að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík og netfang hennar er postur@personuvernd.is.

Varnarþing

Rísi réttarágreiningur í tengslum við meðferð persónuupplýsinga hjá Dekora ber að bera hann undir héraðsdóm Suðurlands.

Ábyrgðaraðili vinnslunnar og samskiptaupplýsingar

Dekora ehf, kt: 430425-0990, Boðavík 7, 800 Selfoss, er ábyrgðaraðili þessarar vinnslu persónuupplýsinga og erindi sem tengjast vinnslunni er hægt að senda í tölvupósti á netfangið dekora@dekora.is.

10% afsláttur af fyrstu pöntun

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu afsláttarkóða sem veitir þér 10% afslátt af fyrstu pöntun. Við sendum svo stöku sinnum fréttir, tilboð og nýjungar beint í pósthólfið þitt.